Strætó ekki tilbúnir fyrir menningarnótt

Ég var það óheppinn að hlusta á slagorð menningarnætur þetta árið sem var "gakktu í bæinn". Ekki annað hægt en að hlusta þar sem borgaryfirvöld hafa gert fólki á bílum mjög erfitt og það sérstaklega nú í sumar með allskyns lokunum. Þar sem ég er staðsettur í Breiðholti ákvað ég að taka strætó, ég get sagt það að ég fer ekki aftur með strætó á menningarnótt.

Strætó var frekar fullur leiðinna niðrí bæ en maður tók því bara, ég meina menningarnótt,frítt í strætó og búið að vera segja fólki að skilja bílinn eftir.
En leiðin tilbaka var hörmuleg, strax eftir flugeldasýninguna fórum við á Hlemm og biðum þar í sirka 10-15 min eftir okkar strætó. Svo þegar strætóinn kom vantaði algjört skipulag við að koma fólki í strætó því fólk var hreinlega að ýta og troðast til að komast í strætó en sem betur fer var kærastan mín á réttum stað á réttum tíma þar sem hún náði 2 sætum fyrir okkur. Það var hinsvegar ekki allir svo heppnir og má segja það að það hafi verið um 15 manns of margir í strætóinum og hreint ótrúlegt að bílstjórinn hafi leyft öllu því fólki að komast inn. Ég meina það voru fjölskyldur með börn og sum börnin grétu því það var svo þröngt. Svo til að toppa allt þá keyrðum við framhjá 10 tómum strætóum og voru allir bara "HVAÐ Í ANDSKOTANUM ERU ÞEIR AÐ GERA ÞARNA"

Þannig strætóarnir eru klárlega ekki fjölskylduvænir og mæli ég fyrir það fólk að taka bara bílinn eða bara hreinlega hafa kósý kvöld heima.

Næsta ár ætla ég að hugsa mig betur um varðandi ferð mína á menningarnótt og aldrei að vita nema ég "Gangi í bæinn" frá breiðholti því það kemur ekki til greina að ég taki strætó.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband