Strætó ekki tilbúnir fyrir menningarnótt

Ég var það óheppinn að hlusta á slagorð menningarnætur þetta árið sem var "gakktu í bæinn". Ekki annað hægt en að hlusta þar sem borgaryfirvöld hafa gert fólki á bílum mjög erfitt og það sérstaklega nú í sumar með allskyns lokunum. Þar sem ég er staðsettur í Breiðholti ákvað ég að taka strætó, ég get sagt það að ég fer ekki aftur með strætó á menningarnótt.

Strætó var frekar fullur leiðinna niðrí bæ en maður tók því bara, ég meina menningarnótt,frítt í strætó og búið að vera segja fólki að skilja bílinn eftir.
En leiðin tilbaka var hörmuleg, strax eftir flugeldasýninguna fórum við á Hlemm og biðum þar í sirka 10-15 min eftir okkar strætó. Svo þegar strætóinn kom vantaði algjört skipulag við að koma fólki í strætó því fólk var hreinlega að ýta og troðast til að komast í strætó en sem betur fer var kærastan mín á réttum stað á réttum tíma þar sem hún náði 2 sætum fyrir okkur. Það var hinsvegar ekki allir svo heppnir og má segja það að það hafi verið um 15 manns of margir í strætóinum og hreint ótrúlegt að bílstjórinn hafi leyft öllu því fólki að komast inn. Ég meina það voru fjölskyldur með börn og sum börnin grétu því það var svo þröngt. Svo til að toppa allt þá keyrðum við framhjá 10 tómum strætóum og voru allir bara "HVAÐ Í ANDSKOTANUM ERU ÞEIR AÐ GERA ÞARNA"

Þannig strætóarnir eru klárlega ekki fjölskylduvænir og mæli ég fyrir það fólk að taka bara bílinn eða bara hreinlega hafa kósý kvöld heima.

Næsta ár ætla ég að hugsa mig betur um varðandi ferð mína á menningarnótt og aldrei að vita nema ég "Gangi í bæinn" frá breiðholti því það kemur ekki til greina að ég taki strætó.


Góð Hugmynd en Illa framkæmd

Eins og ég benti á í mínu bloggi á undan er þetta góð hugmynd en mjög illa framkvæmd. Ég hefði viljað sjá miklu meiri samstöðu milli verslunareigenda og borgaryfirvalda, þar af leiðandi ákveðið prógram sem myndi vera á þessum dögum til að draga enn fleiri íslendinga í bæinn.

Það má ekki gleyma því að það eru margs konar verslanir á Laugaveginum, sumar græða á því að hafa lokað meðan aðrir tapa. Finnst mér ótrúlegt að verslun sem kemur í opna götu hefur ekkert að segja varðandi það að hún verði opin eða lokuð.


mbl.is Alsæl með göngugötuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaryfirvöld eru að eyðileggja Laugaveginn

Borgaryfirvöld eru að eyðileggja Laugaveginn með að taka ákvarðanir sem eru í engu samráði við verslanir, en þessar verslanir eru helstu hagsmunaðilar þessarar götu. Dæmi um þessar ákvarðanir eru Lokunlaugavegar og svo nú hækkun stöðumælagjalda.

Mitt álit á lokun Laugavegar er sú að þetta er góð hugmynd en með mjög lélega framkvæmd þar sem sú ákvörðun var tekin með engu tilliti til verslunareigenda, t.d. var meirihluti þeirra á móti þessari hugmynd. Þessi allherjarlokun gerir það að verkum að það er töluvert erfiðara fyrir eldra fólk og hreyfihamlaða til að versla við þær verslanir sem eru staðsettar í þessari göngugötu. Þetta gerir einnig þeim sem eru að koma með sendingar til verslana erfiðara fyrir og hefur t.d. skapast meiri hætta við það þar sem margir sendibílar eru að bakka upp þessa svokallaða göngugötu. Það hefði því verið miklu betra að hafa aðeins lokun milli 13-18 og aðeins á völdum dögum í samráði við alla verslunareigendur á Laugaveginum.
Það er talað um að það sé mikil fólksfjölgun í miðbænum en vil ég benda á það að það hefur verið líka mikill ferðamannfjölgun og hef ég t.d. tekið eftir því að ferðamenn eru yfirleitt fleirri en Íslendingar. Spyr ég því að því hvort þessi fjölgun sem borgaryfirvöld eru að tala um sé eitthvað marktæk, því það ætti að vera fjölgun í Íslendingum á Laugaveginum.

Hækkun stöðumælagjalda sýnir en frekar það hugsunarleysi sem ríkir í yfirvöldum, þeirra helstu rök fyrir hækkun er ekki rekstrarvæn. Þeir segja það að með hækkun vilja þeir að eftirspurnin minnki eftir stæðunum en samt telja þeir að það á eftir að fjölga í bænum. Þessi fjölgun sem þeir tala um mun vera fólk sem er á hjólum, gangandi eða fólk sem mun ekki vera langvarandi þar sem stöðumælagjöld koma í veg fyrir það. Þetta fólk er þá ekki að versla mikið því það hefur einfaldlega ekki tímann eða jafnvel þann vilja að bera marga poka. Er því ekki betra að hafa fólk sem væri lengra í bænum, verslaði meira og jafnvel gæti farið á kaffihús í rólegheitum. Maður hefur oft verið vitni að því í mínu starfi á Laugaveginum að fólk segir "ég þarf eiginlega að koma aftur, stöðumælirinn er að renna út".

Mín sýn á Laugaveginum er sú að á degi til getur fólk rölt í rólegheitum upp og niður Laugaveginn, verslað, fengið sér að borða og farið jafnvel á kaffihús allt í rólegheitum án þess að vera hugsa um stöðumælinn. Svo á kvöldin tekið þennan umtalað frægan rúnt niður laugaveginn og jafnvel fengið sér ís, eða tekið þátt í næturlífinu um helgar en það hefur oft myndað skemmtilega stemmningu og mannlíf eins og borgaryfirvöld vilja.

En því miður eru borgaryfirvöld ekki sammála mér og vilja aðeins vinna í sínu horni án þess að taka tillit til helstu hagsmunaaðila og eru aðeins með sýndarmennsku eins og hvernig málum var háttað varðandi skilti kaupmanna. Ekkert rætt, ekkert samstarf aðeins ákvarðanir og hótanir.
Til þess að gera Laugaveginn að þeirri götu sem hún á að vera þarf að ríkja traust milli borgaryfirvalda og verslunareigenda, Það er einnig nauðsynlegt að það ríkir samstarf.

Vil ég benda á nokkur góð les efni
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1250880/ Gott blogg varðandi samgöngur

http://www.dailymail.co.uk/news/article-2073398/Mary-Portas-High-Street-crisis-Too-small-stores-thousands-shut.html Góð frétt varðandi vandmál sem verslunargötur eru að lenda í bretlandi og sem eru að byrja hér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband