Góð Hugmynd en Illa framkæmd

Eins og ég benti á í mínu bloggi á undan er þetta góð hugmynd en mjög illa framkvæmd. Ég hefði viljað sjá miklu meiri samstöðu milli verslunareigenda og borgaryfirvalda, þar af leiðandi ákveðið prógram sem myndi vera á þessum dögum til að draga enn fleiri íslendinga í bæinn.

Það má ekki gleyma því að það eru margs konar verslanir á Laugaveginum, sumar græða á því að hafa lokað meðan aðrir tapa. Finnst mér ótrúlegt að verslun sem kemur í opna götu hefur ekkert að segja varðandi það að hún verði opin eða lokuð.


mbl.is Alsæl með göngugötuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða verslanir tapa á þessu? Ertu með einhver dæmi? Annað, hvernig er hægt að vera með samvinnu við kaupmenn þegar samtök þeirra virðast vera á móti öllum breytingum og bara vilja status quo? Það eru göngugötur sem ganga vel t.d. á Akureyri og í Kaupmannahöfn. Af hverju ekki á Laugavegi?

Anna (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 14:38

2 identicon

"Göngugatan" á Akureyri er reyndar ekki göngugata því þar eru leyfðir bílar og það er mjög leiðinlegt fyrir öll þau kaffi hús sem þar eru og tala ekki um fjölskyldur með barnavagna.

Jón Ingi Björnsson (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 15:39

3 Smámynd: Fannar Gunnarsson

Ég veit um nokkur dæmi Anna. Ég veit hinsvegar ekki betur en að kaupmenn hafi komið með fullt af tillögum varðandi lokunina, t.d. ein þar sem væri jafnvel opið á sunnudögum eða eftir 8. En það var ekki hlustað og það sem verra er að það var ekki einu sinni gerð tilraun um málamiðlun. Því eina sem borgaryfirvöld geta víst gert er að taka lélegar ákvarðanir og vera með hótanir.

Fannar Gunnarsson, 3.8.2012 kl. 17:25

4 identicon

Sæll Fannar

Ég vil reyndar árétta að þetta var gert í miklu samráði við samtökin Miðborgin okkar, það eru samtök rekstraraðila á Laugaveginum. Endanleg útfærsla var málamiðlun, við lögðum upp með að hafa göngugötukaflann lengri og í lengri tíma. Ég sat ótal fundi með stjórn samtakanna og á í góðum samskiptum við hana. Það voru sumir sem vildu hafa hlutina öðruvísi en þeir voru ekki í meirihluta og það er sjaldnast hægt að gera öllum til geðs.

Bestu kveðjur

Kristín

Kristín Soffía Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2012 kl. 16:00

5 Smámynd: Fannar Gunnarsson

Sæl Kristín

Samkvæmt mínum upplýsingum eru ekki allir rekstraraðilar í þessum samtökum. Stjórnaraðilar samtakanna eiga svo að gæta hagsmuna svæðis sem þeir sjá um. Þar af leiðandi verða þeir að vinna eftir þeim verslunareigendum á því svæði, í þessu tilviki leggja það fyrir verslunareigendur hvort þeir vildu opna eða lokaða götu og hvernig þeim málum væri háttað. Eftir mínum upplýsingum hafa þeir ekki gert það og eru því að vinna eftir sínum eigin hagsmunum.

Víst þú talar um meirihluta hvernig réttlætir þú þessa lokun. Í fyrra var gerð könnun þar sem 90% vildu ekki lokun, svo nú var gerð könnun af félagsvísindastofnun þar sem kom skýrt í ljós að þeir sem vildu göngugötu eru ekki í meirihluta. Fyrsta lagi var aðeins 48% svarhlutfall, öðru lagi aðeins 49% af því sögðust vilja göngugötu. Þannig í raun og veru eru aðeins um 25% sem segjast vilja göngugötu, þannig það er alveg frábær meirihluti sem vilja það.

Sem gerir það að verkum að sú könnun er engan vegin marktæk í þeirri ákvörðun.

Fannar Gunnarsson, 7.8.2012 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband